Flýtileiðir

26. july 2017

Dánarfregnir og jarðarfarir

Mánudaga - föstudaga kl. 12.50 og 18.50
Laugardaga, sunnudaga og almenna frídaga kl. 18.50
(Ath. ekki lesið í hádegi um helgar)

Leiðbeiningar:
  • Algengt er að dánarfregnir séu 10-12 orð upp í 80 orð. Meðaldánarfregn er um 25 til 30 orð.
  • Athuga þarf að tímasetning á jarðarför fylgi með útfarartilkynningunni.
  • Ef nafn þess látna er algengt er gott að hafa heimilisfang eða starfsheiti ef hægt er, sérstaklega ef undirskrift er bara „vandamenn.“
  • Athuga þarf að yfirskrift og undirskrift stemmi. T.d. gengur ekki að segja: „Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma...“ og hafa einungis „Börn hinnar látnu“ í undirskrift. Þá væri hægt að stytta yfirskriftina í „Ástkær móðir okkar“ og sleppa „tengdamóðir og amma“ eða láta yfirskriftina standa og breyta undirskrift í „börn, tengdabörn og barnabörn.“
  • Ekki fer vel í lestri ef nöfn í undirskrift eru fleiri en sjö eða átta.
  • Hjón eða sambýlisfólk er haft saman í undirskrift.
  • Ekki er nauðsynlegt að segja í andlátstilkynningu „Jarðarförin auglýst síðar“ af því að það er yfirleitt gert.
  • Tilkynningarnar geta t.d. byrjað á „Hjartkær, ástkær eða elskulegur...“

Dæmi um dánartilkynningu:
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Jónsson, Efstaleiti 1, lést mánudaginn 1. janúar. Jóna Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.


Dæmi um útfarartilkynningu:
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Jónsson, Efstaleiti 1, sem lést mánudaginn 1. janúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 5. janúar, klukkan 13.30. Jóna Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

Nánari upplýsingar og aðstoð er hægt að fá með því að hafa samband í síma 515-3060.

Tilkynning:
Athugasemd:
T.d hvenær á að lesa tilkynninguna.
Verð á orð: kr. 277.-


Hversu oft á að lesa tilkynninguna samtals?

Allar upplýsingar um greiðanda og greiðslukortanúmer fer fram í lok pöntunarferlisins á öruggri greiðslusíðu Valitor.