storu_stundirnar_mosaic_forsida2016
korfubolti

EM KARLA Í KÖRFUBOLTA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Kýpur, Sviss og Belgíu í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta sem fer fram 31. agúst – 17. september.

menningarveturinn_klassikin_1000x1000

KLASSÍKIN OKKAR OG MENNINGARVETURINN

Föstudaginn 2. september var bein útsending á RÚV þar sem nýjum menningarvetri var fagnað og fjallað um það helsta sem í boði verður í vetur í menningarlífinu. Hvaða leikrit verða á fjölum leikhúsanna, hverjir verða helstu viðburðir í öðrum sviðslistum, menningarheiminum og tónlistinni. Í vor gafst almenningi færi á að kjósa sér draumatónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á vef RÚV og þetta kvöld var sýnt beint frá þessum óskatónleikum þjóðarinnar sem fram fóru í Hörpunni.

Paraliympics_1000x1000

ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA

Ísland mætir til leiks á Ólympíumót fatlaðra í Ríó með fimm keppendur. RÚV sýnir beint frá mótinu auk samantektar á hverju kvöldi frá 7. – 18. september.

kvenna_fotb_1000x1000

UNDANKEPPNI EM KVENNA Í KNATTSPYRNU

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur síðustu tvo leiki sína í undankeppni Evrópumótsins 2017 þann 16. og 19. september.

HM_karla_1000x1000

UNDANKEPPNI HM KARLA Í KNATTSPYRNU

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta keppir í undankeppni HM 2018 í Rússlandi í haust. Ísland er í riðli með Úkraínu, Tyrklandi, Finnlandi, Kosóvó og Króatíu.

dagur_i_lifi_thjodar

RÚV Á AFMÆLI Í DAG

Þann 30. september eru 50 ár síðan Ríkissjónvarpið hóf útsendingar. Í tilefni þess verður afmælinu fagnað með léttum og lifandi þætti þar sem fjölmargir Íslendingar koma við sögu.

Opidhus_RUV

OPIÐ HÚS Í RÚV – AFMÆLISVEISLA

Landsmönnum öllum boði í 50 ára afmæli sjónvarpsins í Efstaleitið – laugardaginn 1. október kl 13 – 16.  Efnt verður til allsherjar fjölskylduhátíðar þar sem KrakkaRÚV ræður ríkjum.

IhjartaHroa_1000x1000

Í HJARTA HRÓA HATTAR

Upptaka RÚV á einni farsælustu leiksýningu síðasta leikárs, uppfærslu Vesturports á söngleiknum Í hjarta Hróa Hattar verður á dagskrá 1. október.

fimleikamot_1000x1000

EM Í HÓPFIMLEIKUM

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Maribor í Sloveníu dagana 10. – 16. október.

althingiskosningar_1000x1000

ALÞINGISKOSNINGAR

Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 29. október og kjósa sér fulltrúa á Alþingi. RÚV mun kanna hug kjósenda og fjalla ítarlega um öll framboð, málefni og kjördæmi í útvarpi, sjónvarpi og á ruv.is.

forsetakosnUSA_1000x1000

BANDARÍKJAKOSNINGAR

Bandaríkjaforseti er stundum kallaður leiðtogi hins frjálsa heims og er án efa einhver valdamesti maður jarðar. Í nóvember kjósa Bandaríkjamenn eftirmann Baracks Obama. RÚV fjallar um kosningarnar, frambjóðendurna og þær samfélagsbreytingar sem orðið hafa vestra sem skýra að hluta hvers vegna Donald Trump á sér fylgi.

handbotliKarla_1000x1000

UNDANKEPPNI EM KARLA Í HANDBOLTA

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik í undankeppni HM í handbolta 2. nóvember.

airwaves_1000x1000

ICELAND AIRWAVES

Iceland Airwaves 2016 mun fara fram í Reykjavík dagana 2.-6. nóvember. Rás 2 hefur fylgst rækilega með þessari stærstu tónlistarhátíð Íslendinga frá því hún hóf göngu sína. Á þeim tíma hefur Rás 2 hljóðritað og sent út hundruði klukkustunda af íslenskri og erlendri lifandi tónlist sem flutt hefur verið á hátíðinni.

Hanbolti_kvenna_1000x1000

UNDANKEPPNI EM Í HANDBOLTA KVENNA

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur í undankeppi Evrópumótsins 4. – 18. desember.

Jolalagakeppni_1000x1000

JÓLALAGAKEPPNI RÁSAR 2

Jólalagakeppni Rásar 2 fer nú fram í fjórtánda kepppnin hefur vaxið og dafnað ár frá ári og er nú orðinn fastur liður í jólaundirbúningi Rásar 2 og vonandi landsmanna allra. Sérstök dómnefnd fer í gegnum öll innsend lög og velur 10 lög til undanúrslita. Það er síðan í höndum landsmanna að kjósa úr þeim sitt uppáhalds jólalag.

GallsteinarAfa_1000x1000

GALLSTEINAR AFA GISSA

Nýtt, íslenskt leikrit í 6 þáttum byggt á verður frumflutt í Útvarpsleikhusinu um jólin. Verkið er byggt á barnabók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir.

joladagskra

HÁTÍÐARDAGSKRÁ UM JÓL OG ÁRAMÓT

Við munum bjóða upp á veglega hátíðardagskrá í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum yfir jól og áramót þar sem nýtt og vandað innlent dagskrárefni verður í hávegum haft.

jolagudsthjonusta

JÓLAGUÐSÞJÓNUSTAN

Flestir íslendingar þekkja tilfinninguna þegar klukkan er að ganga sex á aðfangadag og kirkjuklukkurnar byrja að óma út úr þögninni á Rás 1. Þannig markar klukknahljómur upphaf jólahátíðar.

KRakkaJol_1000x1000

JÓLIN Á KRAKKARÚV

Á jólavef KrakkaRÚV má finna jólaútvarp, jóladagatal, jólamyndbönd og svo auðvitað jólakveðjur barnanna. Ef þú vilt komast í jólaskap þá er þetta rétti staðurinn.

sanfransiscoBallet_1000x1000

SAN FRANSISCO BALLETTINN OG HELGI TÓMASSON Í HÖRPU

Sýningin bar heitið „Hátindar á ferli Helga“ og samanstóð úr nokkrum dansverkum sem Helgi Tómasson stjórnandi ballettsins hefur sett upp við góðar undirtektir ásamt einu frumsömdu verki eftir hann sjálfan. Sýningin var töfrandi og á heimsmælikvarða og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Jolalag_1000x1000

JÓLALAG RÚV

Árið 1987 tók Útvarpið fyrst þátt í samstarfi um jólalög útvarpsstöðvanna í EBU. Var þá fyrsta jólalag útvarpsins, Á jólanótt, samið af Jóni Ásgeirssyni við ljóð Gunnars Dal. Ríkisútvarpið sendi lög til EBU árin 1987, 1988, 1989 og 1992 en frá árinu 1993 hefur nýtt íslenskt jólalag verið frumflutt í hádegisútvarpi á jóladag.

ithrottamadur-arsins

ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS

Bein útsending á RÚV frá vali íþróttamanns ársins 2016 er á dagskrá 30. desember auk þess sem farið er yfir eftirminnilegustu íþróttaatvik ársins.

Skaup02_1000x1000

ÁRAMÓTASKAUPIÐ

Enginn dagskrárliður í íslensku sjónvarpi fær viðlíka áhorf og umtal meðal þjóðarinnar og áramótaskaupið. Rétt áður en nýtt ár gengur í garð sameinast þjóðin framan við sjónvarpstækin og fylgist með spésegli af liðnu ári.

Enginn dagskrárliður í íslensku sjónvarpi fær viðlíka áhorf og umtal meðal þjóðarinnar og áramótaskaupið. Rétt áður en nýtt ár gengur í garð sameinast þjóðin framan við sjónvarpstækin og fylgist með spésegli af liðnu ári.

MenningarverdlaunRuv_1000x1000

MENNINGARHÁTÍÐ RÚV

Árleg Menningarhátíð RÚV er haldin á Þrettándanum. Þar eru veittar viðurkenningar og styrkir úr öllum menningarsjóðum félagsins – Rithöfundasjóði, Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins, Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen. Auk þess veitir Rás 2 Krókinn og RÚV tilkynnir um val á orði ársins.

HAnboltiKarlaHm_1000x1000

HM Í HANDBOLTA KARLA

Strákarnir okkar mæta til leiks á HM í handbolta í Frakklandi. Mótið fer fram 11. – 29. janúar.

islBokmenntav_1000x1000

ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN

Íslensku bókmenntaverðlaunin eru afhent á Bessastöðum ár hvert og iðulega í beinni útsendingu á Rás 1. Bókmenntasérfræðingar Ríkisútvarpsins ræða við verðlaunahafann og varpa ljósi á verðlaunaverkið.

Reykjavikurleikar_1000x1000

REYKJAVÍKURLEIKARNIR

Beinar útsendingar frá árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík vikuna 28. janúar – 5. febrúar.

islTonlVerdl_1000x1000

ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN

Afhending íslensku tónlistarverðlaunanna fer fram í Hörpu og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Eddan_1000x1000

EDDAN

Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin verða afhent við veglega athöfn sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV.

songvakeppni_1000x1000

SÖNGVAKEPPNIN 2017

Þjóðin velur nýtt lag og flytjanda til að taka þátt í Eurovision sem fram fer í Úkraínu í maí 2017.

Handbolti_1000x1000

BIKARÚRSLIT Í HANDBOLTA

Beinar útsendingar frá bikarúrslitum kvenna og karla í handbolta sem fer fram í Laugardalshöll dagana 12. – 25. febrúar.

Korfubolti_Bikar_1000x1000

BIKARÚRSLIT Í KÖRFUBOLTA

Beinar útsendingar frá bikarúrslitum kvenna og karla í körfubolta í Laugardalshöll 25. febrúar.

SamfesSöngkeppni_1000x1000

SAMFÉS

Við kynnumst keppendum í Söngkeppni Samfés á KrakkaRÚV.

HM-FRJALSUM-ITHROTTUM

ÍÞRÓTTALEIKARNIR

Íþróttaleikarnir fara nú fram í fyrsta skipti í beinni útsendingu RÚV í mars.

musiktilraunir 500x500

MÚSÍKTILRAUNIR

Það er löngu orðinn fastur liður að útvarpa úrslitakvöldi Músiktilrauna á Rás 2. Þarna heyra margir Íslendingar fyrst í snillingum framtíðarinnar.

Upptakturinn_1000x1000

UPPTAKTURINN – TÓNSKÖPUNARVERÐLAUN BARNA OG UNGMENNA

Með Upptaktinum – Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna.

paskadagskra

HÁTÍÐARDAGSKRÁ UM PÁSKA

Vandað íslenskt dagskrárefni verður aðalsmerki páskadagskrár RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum, þar sem kappkostað verður að allir muni finna eitthvað við sitt hæfi yfir páskahátíðina.

Olisdeildin_1000x1000

OLÍSDEILDIN – ÚRSLITAKEPPNI

Beinar útsendingar frá úrslitakeppni kvenna og karla í handbolta í apríl og maí.

Eurovision_1000x1000

EUROVISION

Vinsælasta söngvakeppni í heimi fer fram í Úkraínu að þessu sinni og RÚV sýnir að sjálfsögðu beint bæði frá undankeppnunum tveimur og úrslitakvöldinu.

listahatid

LISTAHÁTÍÐ

RÚV og Listahátíð í Reykjavík hafa átt í samstarfi síðan fyrsta hátíðin var haldin 1970 og gerir viðburðum hátíðarnnar skil í öllum miðlum.

17_juni

17. JÚNÍ

Að morgni 17. júní er bein útsending frá hátíðarstund á Austurvelli í Reykjavík sem markar upphaf þjóðhátíðardagskrárinnar. Blómsveigur er lagður að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, hátíðarræður fluttar, tónlist leikin og fjallkonan flytur ávarp.

RMM_1000x1000

REYKJAVÍK MIDSUMMER MUSIC

Rás 1 sendir beint út frá völdum tónleikum á tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music og tekur upp aðra dagskrá. Hátíðin hefur vakið mikla athygli og þykir hafa boðið upp á einstaklega spennandi tónleika.

griman-ss

GRÍMAN

Íslensku sviðslistaverðlaunin Gríman verða haldin í júní og RÚV mun sýna beint frá hátíðinni.

golf

ÍSLANDSMÓTIÐ Í GOLFI

Bein útsending frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í júni og júlí. Allir bestu kylfingar landsins taka þátt.

tonaflod

TÓNAFLÓÐ Á MENNINGARNÓTT

Stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt eru orðnir fastur liður í menningarlífi landsmanna og einn stærsti tónlistarviðburður ársins